Konur í nýju landi – okkar konur

Höfundur

Ritstjórn

Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum, í samstarfi við Norðurþing og Alþýðusamband Íslands munu standa fyrir opinni málstofu og pallborðsumræðum á Alþjóðlegum baráttudegi kvenna, laugardaginn 8. mars. Þar verður sjónum beint að framlagi kvenna af erlendum uppruna til íslensks samfélags og stöðu þeirra hér á landi. Málstofan mun fara fram í Golfskálanum á Katlavelli, Húsavík og standa frá kl.11.00 -14.00. Boðið verður uppá súpu og brauð í hádeginu. Málstofustjóri og stjórnandi pallborðsumræðna verður Huld Aðalbjarnardóttir lífsþjálfi.

Dagskrá málstofu: 

11:00  Opnunarávarp

Guðrún Margrét Guðmundsdóttir jafnréttisfulltrúi hjá Alþýðusambandi Íslands.

11:15   Samfélagið okkar – í allra þágu

Ósk Helgadóttir varaformaður Framsýnar

11: 30    Einmana á Raufarhöfn   

Agnieszka Szczodrowska túlkur og starfsmaður Stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum.

11: 45   Íslenska er lykill – líka með hreim

Aneta Potrykus formaður Verkalýðsfélags Þórshafnar

12:00 Matarhlé

12:30 Pallborðsumræður

Nele Marie Beitelstein fjölmenningafulltrúi Norðurþings, Aleksandra Leonardsdóttir sérfræðingur í fræðslu og inngildingu hjá ASÍ, Fanný Cloé, íslenskukennari fyrir innflytjendur, Christin Irma Schröder verkefnastjóri hjá PCC.

Tengdar fréttir

  • Nútíma kvennabarátta – Málþing um stöðu kvenna af erlendum uppruna

    Alþýðusamband Íslands stóð fyrir vel sóttu málþingi um stöðu kvenna…

    Ritstjórn

    24. okt 2025

  • Undirritun viljayfirlýsingar um minnismerki kvennabaráttunnar

    VIljayfirlýsing hefur verið undirrituð, þess efnis að minnismerki um Rauðsokkahreyfinguna…

    Arnaldur Grétarsson

    24. okt 2025

    Undirritun viljayfirlýsingar um minnismerki kvennabaráttunnar.
  • Streymi: Málþing um stöðu kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði

    Í tilefni af Kvennaverkfalli 2025 blæs ASÍ til málþings um…

    Ritstjórn

    24. okt 2025