Kristján Þórður Snæbjarnarson tekur við embætti forseta ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambands Íslands, tók í dag, fimmtudaginn 11. ágúst, við embætti forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ). Embættinu mun hann gegna fram að þingi ASÍ sem fram fer í októbermánuði.

Kristján Þórður tekur við embætti forseta af Drífu Snædal sem sagði af sér 10. ágúst.

Kristján Þórður var kjörinn 2. varaforseti á 43. þingi ASÍ haustið 2018 og varð 1. varaforseti Alþýðusambandsins við afsögn Vilhjálms Birgissonar, núverandi formanns Starfsgreinasambands Íslands,  í aprílmánuði 2020. Kristján var kjörinn 1. varaforseti á þingi ASÍ í október 2020.

Kristján Þórður hefur verið formaður Rafiðnaðarsambands Íslands frá 2011. Árið 2008 var hann kjörinn formaður Félags rafeindavirkja.

Kristján Þórður fæddist í Keflavík árið 1980, er kvæntur og þriggja barna faðir.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024