Lægsta fiskverðið er í Litlu Fiskbúðinni í Hafnarfirði samkvæmt nýrri könnun verðlagseftirlits ASÍ sem framkvæmd var klukkan 11 miðvikudaginn 16. ágúst. Könnun verðlagseftirlitsins var framkvæmd í tuttugu og einni fiskverslun um allt land. Munur á hæsta og lægsta verði var aldrei minni en 25% og iðulega yfir 50%.Fiskbúð Fúsa í Skipholti og Fiskbúð Suðurlands neituðu að taka þátt.
Af 29 vörum sem teknar voru til skoðunar var Litla Fiskbúðin með lægsta verðið í 16 tilfellum, en Skagafiskur á Akranesi með hæsta í átta. Að jafnaði var verð á vörum í Litlu Fiskbúðinni 5% yfir lægsta fáanlega verði, en í Fiskbúðinni Vegamót var verð að jafnaði 57% hærra en lægsta fáanlega verð.
Hve samanburðarhæft er kílóverð á fiski? Í þessari könnun var einungis horft til verðlagningar og ekki tekin afstaða til gæða. Ekki var í þessari könnun greint á milli veiðiaðferða á fiski, eða á aðferð og innihaldi marineringar.
Fiskbúð Fúsa og Fiskbúð Suðurlands neituðu þátttöku
Engar verðmerkingar voru til staðar í Fiskibúð Fjallabyggðar, og eru verð þaðan því ekki tiltekin. Fiskás á Hellu og Fylgifiskar voru felld úr könnuninni þar sem ekki voru í boði nægilega margar af vörunum sem til skoðunar voru. Fiskbúð Fúsa í Skipholti og Fiskbúð Suðurlands neituðu að taka þátt.
Niðurstöður
Á fyrsta grafinu má sjá hversu oft hver verslun var með lægsta eða hæsta verðið á vöru. Eins og nefnt var í upphafi var Litla Fiskbúðin oftast með lægsta verðið, alls ódýrust fyrir 19 vöruliði. Fiskbúðin Trönuhrauni var þar á eftir ódýrust fyrir 6 vöruliði. Skagafiskur var oftast með hæsta, fyrir 8 vöruliði en þar á eftir kom Fiskbúðin Vegamót sem var með hæsta verðið fyrir 7 vöruliði.
Á næsta grafi má fletta í gegnum þær vörur sem athugaðar voru og sjá hvað þær kostuðu þar sem þær voru í boði. Þar má til dæmis sjá að rauðsprettuflök kostuðu 1.890kr í Litlu Fiskbúðinni, en tvöfalt meira í Hafberg; 3.990kr. Þverskorinn lax var verðlagður á 2.495kr í Fiskbúðinni Trönuhrauni, en þúsund krónum meira í Vegamótum; 3.490kr.
Á síðasta grafinu eru þessar tölur dregnar saman og skoðað hve hátt verð er á vörum í verslun miðað við lægsta verðið sem varan var fáanleg á. Hér er þetta gert í þrennu lagi; fyrir allar vörurnar í könnuninni, fyrir ferskan/saltan fisk, og loks fyrir marineraðan fisk.