Meirihluti andvígur aukinni einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu 

Höfundur

Ritstjórn

Meirihluti landsmanna telur aukna einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu frekar eða mjög slæma fyrir almenning. Um þriðjungur er á öndverðri skoðun.  

Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun Alþýðusambands Íslands (ASÍ).  

Spurt var: Telur þú að aukin einkavæðing í heilbrigðiskerfinu sé góð eða slæm fyrir almenning?  

Lítill munur reyndist á svörum eftir kyni, búsetu eða menntastigi.  

Hins vegar reyndist langmestur stuðningur við einkavæðingu í hópi þeirra tekjuhæstu. Þar kvaðst  51% telja aukna einkavæðingu mjög eða frekar góða fyrir almenning en 35% voru því ósammála.  

Hér má sjá frekari greiningu á niðurstöðunni.  

Um könnunina: 

Gallup framkvæmdi könnunina 12.-23. september 2024.  

Þetta var netkönnun sem náði til 1.722 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, sem handahófsvaldir voru úr Viðhorfahópi Gallup.  

Stærð úrtaks  og svörun: 
Úrtak: 1,722 
Svara ekki: 851 
Fjöldi svarenda: 871 
Þátttaka: 50,6% 

Skildar fréttir

  • Bjarni hafnar viðvörunum sænskra sérfræðinga

    Tekist á um einkavæðingu í heilbrigðiskerfinu á kosningafundi Alþýðusambandsins og…

    Ritstjórn

    19. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024

  • Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu – streymi

    Að neðan má sjá streymi frá viðburðinum Jafnrétti í heilbrigðisþjónustu,…

    Ritstjórn

    12. sep 2024