Nýr verkefnastjóri hjá ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Hallur Helgason hefur verið ráðinn verkefnastjóri hjá ASÍ tímabundið vegna átaksverkefnis sem gengur út á að koma áherslum ASÍ skipulega á framfæri í tengslum við alþingiskosningar 2021.

Hallur er lærður kvikmyndaframleiðandi frá The American Film Institute í Los Angeles, hann vann lengi við kvikmyndir og sjónvarp á Íslandi, var leikhússtjóri Loftkastalans í 10 ár en það leikhús olli byltingu í kynningar- og markaðsstarfi hjá leikhúsunum í landinu. Þá var hann var dagskrárstjóri Bylgjunnar um tíma en hefur hin síðari ár unnið sem leiðsögumaður og ferðaskipuleggjandi.

Hallur mun starfa hjá Alþýðusambandinu fram að alþingiskosningunum 25. september nk.

Tengdar fréttir

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar