Prís – Verðlagsapp ASÍ

Höfundur

Ritstjórn

Prís er nýtt smáforrit á vegum verðlagseftirlits ASÍ. Með smáforritinu geta notendur á augabragði skoðað mismunandi verðlagningu vara á milli verslana.

Forritið er kröftugt innlegg Alþýðusambandsins í baráttunni gegn þeirri verðbólgu sem nú leggst á íslenskt samfélag. Standa vonir til þess að forritið auðveldi neytendum að veita virkt aðhald með samkeppni á smásölumarkaði.

Forritið var unnið af Alþýðusambandi Íslands en ríkisstjórn Íslands styrkir verkefnið með 15 m.kr. framlagi. Er það sameiginlegt markmið beggja aðila með verkefninu að vinna gegn verðbólgu.

Með appinu er hægt að skanna strikamerki á vörum og fá í kjölfarið uppgefið hvað varan kostar í fjölda verslana.

Verðlagseftirlitið hyggst halda áfram þróun smáforritsins og gera verðsögu aðgengilega í því, ásamt fleiri viðbótum sem gagnast neytendum.

Smáforritið er aðgengilegt fyrir öll snjalltæki, bæði Android og iOS.

Prís í Apple App Store

Prís í Google Play Store

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025