Réttarbót fyrir farandverkamenn í Qatar

Höfundur

Ritstjórn

Í lok ágúst tóku gildi ný lög í Qatar sem breyta til batnaðar stöðu farandverkamanna í landinu sem hafa verið næsta réttlitlir hingað til og þurft að starfa við slæman aðbúnað og bág kjör. Alþjóðleg verkalýðshreyfing, með ITUC í broddi fylkingar, hefur um árabil gagnrýnt stjórnvöld og atvinnureknedur í Qatar fyrir slæma meðferð á farandverkamönnum. Gagnrýnin beindist ekki síður að Alþjóðlega knattspyrnusambandinu (FIFA) sem ákvað fyrir nokkrum árum að Heimsmeistarakeppnin í knattspyrnu skildi fara fram í Qatar 2022 en leikvanga, akvegi og hótel þarf nánast að byggja frá grunni fyrir keppnina. Hundruð þúsund farandverkamanna hafa verið verið við störf í landinu undanfarin ár af þeim sökum og hefur bág staða þeirra vakið heimsathygli.

Nú horfir hins vegar til betri vegar því ný lög í landinu heimila farandverkamönnum að segja upp starfi sínu og færa sig annað en áður voru verkamennirnir ofurseldir atvinnurekandanum á meðan á dvöl þeirra í landinu stóð. Þá hafa verið sett lög um lágmarkaslaun og er Qatar fyrsta ríkið við Persaflóa sem fer þá leið. Lágmarkslaun í landinu, bæði fyrir farandverkamenn og þá verkamenn sem hafa fasta búsetu í Qatar, verða 294$ á mánuði auk fæðis og húsnæðis. Þetta þýðir að 400 þúsund verkamenn í Qatar munu fá 33% launahækkun á næstu dögum.

Sharan Burrow, framkvæmdastjóri Alþjóðasamband verkalýðsfélaga (ITUC), fagnar stefnubreytingu stjórnvalda í Qatar. „Það gríðarlega ójafnvægi sem var í samskiptum atvinnurekanda og verkafólks í Qatar, þar sem þeir fyrrnefndu drottnuðu yfir hinum, hefur verið aftengt. Framtíð verkafólks í landinu er bjartari þökk sé nýu lögunum sem virða réttindi verkafólks og leiða til úrbóta sem voru löngu tímabær.“

Tengdar fréttir

  • Gallað frumvarp um breytt raforkulög  

    Frumvarp til laga um um breytingar á raforkulögum og lögum…

    Ritstjórn

    5. mar 2025

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024