Réttlát umskipti í átt að kolefnishlutlausri framtíð er brýnasta umhverfis-, samfélags og efnahagsmál samtímans. Ný skýrsla ASÍ, BHM og BSRB sem unnin er í samvinnu við norræn og þýsk bandalög stéttarfélaga varpar ljósi á stöðu Íslands og kröfur verkalýðshreyfingarinnar um réttlát umskipti.
Miklar kerfisbreytingar eru óumflýjanlegar ætli Ísland og önnur ríki heims að ná markmiðum um kolefnishlutleysi fyrir miðja öldina. Bandalögin þrjú kalla eftir því að þær breytingar fari fram á forsendum réttlátra umskipta og að bæði kostnaði og ábata við þær verði deilt með sanngjörnum hætti.
Niðurstöður skýrsluhöfunda verða kynntar á veffundi fimmtudaginn 18. mars næstkomandi. Fundurinn hefst klukkan 11 og áætlað er að hann muni standa í um 45 mínútur.
Dagskrá fundarins:
Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, hagfræðingur BSRB og einn skýrsluhöfunda, fer yfir efni skýrslunnar
Drífa Snædal forseti ASÍ
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
Þórunn Sveinbjarnardóttir formaður BHM
Spurningar og umræður
Við bendum á Facebook-viðburð sem settur hefur verið upp fyrir fundinn og hvetjum alla til að skrá sig til leiks þar og taka svo þátt í fundinum.