Rúmlega 16 þúsund atvinnulausir í lok apríl og yfir 30 þúsund á hlutabótum

Höfundur

Ritstjórn

Atvinnulausum fjölgaði mikið í apríl þegar 7,5% vinnuaflsins var í almenna bótakerfi Vinnumálastofnunar. Jókst almennt atvinnuleysi um 1,8% milli mánaða en það var 5,7% í mars. Þá voru 10,3% vinnuafls í minnkuðu starfshlutfalli í apríl.

Fjöldi hópupsagna var í apríl þegar um 5.800 manns var sagt upp hjá 85 fyrirtækjum. Megnið af þeim voru í ferðaþjónustu (85%).

Spá Vinnumálastofnunar gerir ráð fyrir því að atvinnuleysi verði minna í maí eða 7,2% í fullu atvinnuleysi og 7,6% á hlutabótum.
Höggið er þyngst á Suðurnesjum þar sem almennt atvinnuleysi var 11,2% og 14% voru skráðir í minnkað starfshlutfall.

Í lok apríl voru 5.706 erlendir ríkisborgara atvinnulausir og samsvarar fjöldinn 16% atvinnuleysi meðal þeirra.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025