Í tilkynningu frá Samtökum atvinnulífsins sem barst fyrir skömmu kemur fram að samtökin ætli sér ekki að segja upp Lífskjarasamningunum og hefur atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna því verið aflýst. Ákvörðunin var samhljóma í framkvæmdastjórn SA.
Í tilkynningunni segir m.a. að framkvæmdastjórn samtakanna telji sættir á vinnumarkaði mikilvægar og vill hún stuðla að þeim. Þá er ljóst að útspil ríkisstjórnarinnar sem kynnt var fyrir hádegið vóg þungt í þeirri ákvörðun samtakanna að segja ekki upp samningum.