Sameiginleg yfirlýsing ASÍ, BSRB og ÖBÍ um samninga SI við sérfræðilækna

Höfundur

Ritstjórn

Stórir hópar gætu þurft að neita sér um læknisþjónustu
Hótun sérfræðilækna um að hætta að hafa milligöngu milli Sjúkratrygginga Íslands (SI) og sjúklinga er óþolandi tilraun til að beita sjúklingum sem vopni í baráttu þeirra við að ná samningi við SI. Ljóst er að slík innheimta mun bitna harkalega á sjúklingum og hafa alvarlegar afleiðingar fyrir lífeyrisþega og lágtekjuhópa.

Geri sérfræðilæknar alvöru úr hótun sinni munu sjúklingar að öllum líkindum þurfa að leggja út fyrir öllum kostnaði og sækja svo endurgreiðslu frá SÍ. Nú þegar eiga margir erfitt með að greiða upphafskostnað sinn í greiðsluþátttökukerfunum og margir neita sér um heilbrigðisþjónustu vegna kostnaðar. Stórir hópar fólks munu ekki sjá fram á að geta lagt út fyrir þjónustu sérfræðilækna og þá er ekki minnst á óþægindin sem fylgja því að þurfa að fá kostnaðinn endurgreiddan.

Samningar SÍ við sérgreinalækna hafa verið lausir frá því í árslok 2018. Til að verja sig tekjumissi leggja læknarnir ýmis viðbótargjöld á sjúklinga sem er í hrópandi andstöðu við markmið greiðsluþátttökukerfis í heilbrigðisþjónustu sem kveður á um hámarkskostnað sjúklinga. Eftir því sem tíminn líður sem greitt er samkvæmt gamalli gjaldskrá verður hlutdeild sjúklingsins hærri.

ASÍ, BSRB og ÖBÍ hvetja SÍ og sérfræðilækna til að ganga þegar í stað til samninga með það að markmiði að veita landsmönnum jafnan aðgang að fullkomnustu heilbrigðisþjónustu sem kostur er á hverjum tíma óháð efnahag. Samtökin fordæma hugmyndir sérfræðilækna um að hætta að hafa milligöngu um greiðslur til SI og aðrar tilraunir samningsaðila til að beita sjúklingum fyrir sig í samningsgerðinni.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025