Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Samningur undirritaður við ÍAV um byggingu 99 íbúða í Hraunbæ

ÍAV tekur að sér að byggja 99 íbúðir fyrir Bjarg íbúðafélag við Hraunbæ, Reykjavík. Íbúðirnar eru í fjórum húsum sem eru tvær til fimm hæðir.

Upphaf framkvæmda er maí 2019 en fyrstu íbúðirnar fara væntanlega í leigu 1. nóvember 2020. Áætlað er að verkinu verði að fullu lokið í febrúar 2021.

Arkþing arkitektar sjá um hönnun í verkefninu og Ferill verkfræðistofa fer með verkfræðihönnun.

Tengdar fréttir