Slæm staða fatlaðs fólks á Íslandi

Höfundur

Ritstjórn

Þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og jöfnuður mælist hér mikill ríkir hér kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks á Íslandi. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000kr útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra er sérstaklega alvarleg. 

Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka, sem kynntar voru í Mannréttindahúsinu kl 10:00 í morgun. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdarstýra Vörðu, kynnti helstu niðurstöður en greining Vörðu er umfangsmikil og nær til margra þátta. Lokaorðum sínum beindi hún til stjórnvalda og spurði hversu slæmt ástandið þyrfti eiginlega að verða – til að stjórnmálamenn brygðust við sem skyldi og tækju til hendinni í málaflokknum. 

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025