Slæm staða fatlaðs fólks á Íslandi

Höfundur

Ritstjórn

Þrátt fyrir að Ísland standi vel á öllum alþjóðlegum mælikvörðum um efnahag og jöfnuður mælist hér mikill ríkir hér kerfisbundinn vandi þegar kemur að stöðu og lífsskilyrðum fatlaðs fólks á Íslandi. Stór hluti fatlaðs fólks á Íslandi býr við sárafátækt og lífsskilyrði lífeyristaka eru töluvert verri en launafólks. Tæplega sjö af hverjum tíu geta ekki mætt óvæntum 80.000kr útgjöldum án þess að efna til skuldar og meira en helmingur metur fjárhagsstöðu sína verri nú en fyrir ári síðan. Staða einhleypra foreldra er sérstaklega alvarleg. 

Þetta sýna niðurstöður nýrrar rannsóknar Vörðu – rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins og ÖBÍ réttindasamtaka, sem kynntar voru í Mannréttindahúsinu kl 10:00 í morgun. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdarstýra Vörðu, kynnti helstu niðurstöður en greining Vörðu er umfangsmikil og nær til margra þátta. Lokaorðum sínum beindi hún til stjórnvalda og spurði hversu slæmt ástandið þyrfti eiginlega að verða – til að stjórnmálamenn brygðust við sem skyldi og tækju til hendinni í málaflokknum. 

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025