Stelpur rokka og loftslagsverkfall hljóta Jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs

Höfundur

Ritstjórn
Frá vinstri: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Aðalbjörg Egilsdóttir (Loftslagsverkfall), Sigrún Jónsdóttir (Loftslagsverkfall), Halla Björg Randversdóttir (Stelpur rokka!), Áslaug Einarsdóttir (Stelpur rokka!), Anna Sæunn Ólafsdóttir (Stelpur rokka!) og Silja Bára Ómarsdóttir, formaður Jafnréttisráðs.

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs á Nauthóli í gær. Stelpur rokka! og Loftslagsverkfall ungs fólks hlutu viðurkenninguna í ár. Í rökstuðningi Jafnréttisráðs segir að Stelpur rokka! hafi með starfi sínu skapað rými fyrir stúlkur og ungt kynsegin fólk til að stíga fyrstu skrefin í tónlistarsköpun. Þær hafi einnig aukið kjark og þor sem muni setja mark sitt á framtíð tónlistarsköpunar á Íslandi. Loftslagsverkfall ungs fólks hlýtur sérstaka hvatningarviðurkenningu vegna baráttu sinnar fyrir aðgerðum á sviði loftslagsmála. Í rökstuðningi Jafnréttisráðs segir að í baráttu unga fólksins sé jafnrétti samofið skýrri framtíðarsýn. Með framtakinu felist heit inn í bjartari og réttlátari framtíð.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025