Stjórnmálaflokkar ávarpi innflytjendur

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur sent öllum stjórnmálaflokkum landsins áskorun þess efnis að sjónum verði beint að málefnum innflytjenda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. þessa mánaðar.

Í bréfinu sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, undirritar er minnt á að rúmlega 50.000 erlendir ríkisborgarar búi í landinu og af þeim fjölda hafi meira en 31.000 rétt til að taka þátt í kosningunum.

Vikið er að því að þátttaka innflytjenda hafi fram til þessa verið fremur lítil í sveitarstjórnarkosningum hér á landi. Sérfræðingar í málefnum innflytjenda telji að takmarkaða þátttöku í kosningum megi rekja til upplýsingaskorts mun fremur en áhugaleysis. Sveitarstjórnarstigið standi íbúum nærri og eru stjórnmálaflokkarnir hvattir til að leitast við að ná sérstaklega til innflytjenda og huga að þörfum þeirra og hagsmunum við stefnumótun sína.

Áskorun ASÍ má nálgast hér.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024