Stjórnmálaflokkar ávarpi innflytjendur

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands (ASÍ) hefur sent öllum stjórnmálaflokkum landsins áskorun þess efnis að sjónum verði beint að málefnum innflytjenda í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga sem fram fara 14. þessa mánaðar.

Í bréfinu sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, undirritar er minnt á að rúmlega 50.000 erlendir ríkisborgarar búi í landinu og af þeim fjölda hafi meira en 31.000 rétt til að taka þátt í kosningunum.

Vikið er að því að þátttaka innflytjenda hafi fram til þessa verið fremur lítil í sveitarstjórnarkosningum hér á landi. Sérfræðingar í málefnum innflytjenda telji að takmarkaða þátttöku í kosningum megi rekja til upplýsingaskorts mun fremur en áhugaleysis. Sveitarstjórnarstigið standi íbúum nærri og eru stjórnmálaflokkarnir hvattir til að leitast við að ná sérstaklega til innflytjenda og huga að þörfum þeirra og hagsmunum við stefnumótun sína.

Áskorun ASÍ má nálgast hér.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025