Síðan 14. maí sl. hafa staðið yfir umfangsmiklar vinnustöðvanir í Færeyjum þar sem stór hluti vinnandi fólks hefur lagt niður störf og krefst betri kjara. ASÍ lýsir yfir fullum stuðningi við vinnustöðvun félagsfólks í Føroya Arbeiðarafelag, Havnar Arbeiðarafelag, Klaksvíkar Arbeiðskvinnufelag og Klaksvíkar Arbeiðsmannafelag.
Miðstjórn ASÍ beinir þeim tilmælum til félagsfólks aðildarsamtaka sinna að ganga hvorki beint né óbeint í störf félagsfólks framangreindra samtaka meðan á vinnustöðvun stendur.