Það er nóg til – spurningaleikur alþýðunnar

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusambandið kynnir hinn stórskemmtilega spurningaleik alþýðunnar, Það er nóg til!

Nú yfir hásumarið, þegar landsmenn flestir eru í fríi, eða á leið í frí er oft mikið um skemmtilegar samverustundir. Alþýðusambandið tók saman nokkrar skemmtilegar spurningar og útbjó spurningaleik sem gaman gæti verið að spreyta sig á í fríinu (eða bara hvenær sem er). Hér er á ferðinni spurningabanki sem getur nýst í geysispennandi spurningakeppnir við fjölskyldu og vini. Svo er líka bara hægt að keppa við sjálfan sig og fylgjast með stigunum detta í hús.

Spurningaleikurinn hentar bæði fyrir einstaklinga og hópa og hægt er að leika sér á marga vegu með spurningarnar. Hugmyndir að nokkrum útfærslum eru í upphafi leiks, en keppendur geta líka útfært eigin keppnir. Rétt er að nefna að lagt var upp með að setja saman spurningasafn sem hentaði vel fyrir hópa og gætu sumir spurningapakkarnir því verið lítillega snúnir fyrir einstaklinga.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Ritstjórn

    17. okt 2025