Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Þjóðin vill að óhagnaðardrifin félög byggi húsnæði

Tæp 80% þjóðarinnar telja að leggja eigi mikla áherslu á byggingu húsnæðis á vegum óhagnaðardrifinna félaga á næstu árum.

Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ).

Spurt var: Hversu mikla eða litla áherslu telur þú að leggja eigi á byggingu húsnæðis á vegum óhagnaðardrifinna félaga á næstu árum?

Alls kvaðst 41% aðspurða telja að leggja ætti mjög mikla áherslu á byggingu slíks húsnæðis og 37% sögðu að leggja bæri á hana frekar mikla áherslu.

Einungis 8% töldu að leggja bæri frekar (3%) eða mjög litla (5%) áherslu á byggingu húsnæðis á vegum óhagnaðardrifinna félaga.

Þá tóku 14% ekki beina afstöðu.

Andstaða við áherslu á byggingu húsnæðis á vegum óhagnaðardrifinna félaga er mest meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins (24%) og Miðflokksins (19%).

Könnunin var gerð 13.-21. nóvember 2024.

Úrtak var 1.697 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Author

Tengdar fréttir