Tökum höndum saman

Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu

Höfundur

Ritstjórn

Vinnueftirlitið hefur sett af stað nýtt verkefni sem miðar að því að styðja vinnustaði í baráttunni gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu. Verkefnið heitir Tökum höndum saman: Grípum til aðgerða gegn áreitni og ofbeldi í vinnuumhverfinu og felur í sér hagnýtt fræðsluefni og verkfæri sem vinnustaðir geta nýtt sér til að bregðast við og vinna markvisst gegn slíku háttalagi.

Áreitni og ofbeldi hefur alvarleg áhrif á þá sem verða fyrir því, en einnig á starfsanda og öryggi á vinnustöðum. Það er ábyrgð allra vinnustaða að tryggja öruggt starfsumhverfi þar sem allir njóta virðingar og mannréttinda. Með þessu verkefni vill Vinnueftirlitið styðja við þá vinnu með skýrum leiðbeiningum, fræðslu og aðgengilegum verkfærum.

Á vef verkefnisins má meðal annars finna:

  • Myndbönd og fræðsluefni
  • Skref-fyrir-skref leiðbeiningar fyrir vinnustaði
  • Dæmi um viðbragðsáætlanir
  • Ráðleggingar til stjórnenda, trúnaðarmanna og annarra 

BSRB fagnar þessu mikilvæga framtaki Vinnueftirlitsins og hvetur aðildarfélög sín og aðra vinnustaði til að kynna sér efnið og nýta það til að tryggja öruggt og heilbrigt vinnuumhverfi fyrir allt starfsfólk.

Kynntu þér verkefnið á síðu Vinnueftirlitsins

Tengdar fréttir

  • Atvinnuleysi á Íslandi – niðurstöður vinnumarkaðsskýrslu  

    Í nýrri skýrslu ASÍ, Íslenskur vinnumarkaður 2025, er fjallað ítarlega…

    Steinunn Bragadóttir

    3. nóv 2025

  • ASÍ telur líkur á auknu atvinnuleysi

    Vinnumarkaður sýnir merki um kólnun og líkur eru á auknu…

    Ritstjórn

    31. okt 2025

  • Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda

    Á Kvennaári 2025 hafa á sjötta tug samtaka sameinast um…

    Steinunn Bragadóttir

    30. okt 2025