Um 60% telja áhrif innflytjenda jákvæð

Höfundur

Ritstjórn

Um 60% þjóðarinnar telja áhrif innflytjenda á íslenskt efnahagslíf vera jákvæð.

Þetta kemur fram í nýrri þjóðmálakönnun sem Gallup framkvæmdi fyrir Alþýðusamband Íslands (ASÍ).

Spurt var: Telur þú að innflytjendur hafi jákvæð eða neikvæð áhrif á íslenskt efnahagslíf?

Alls kváðust 21% aðspurða telja áhrifin mjög jákvæð og 39% sögðu þau frekar jákvæð. Um 18% töldu þau frekar (12%) eða mjög neikvæð (6%).

Þá tóku 22% ekki beina afstöðu.

Kjósendur Miðflokksins og Flokks fólksins eru líklegastir til að telja áhrif innflytjenda neikvæð. Í könnunni lýsa 39% kjósenda Flokks fólksins og Miðflokksins þeirri afstöðu sinni að áhrif innflytjenda séu neikvæð. Þá eru 24% kjósenda Sjálfstæðisflokksins sömu skoðunar.

Könnunin var gerð 13.-21. Nóvember 2024.

Úrtak var 1.697 manns af öllu landinu, 18 ára og eldri, handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Tengdar fréttir

  • Er lægsta verðið alltaf hag­stæðast?

    Greinin birtist fyrst á Vísi, 8. október 2025. Á árinu…

    Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir

    8. okt 2025

  • Miklar hækkanir leikskólagjalda í Reykjavíkurleiðinni 

    Borgarráð Reykjavíkur hefur kynnt tillögur að gagngerum breytingum á gjaldskrá…

    Steinunn Bragadóttir

    8. okt 2025

  • Upp­gjöf Reykja­víkur­borgar í leik­skóla­málum

    Nýjar tillögur Reykjavíkurborgar um styttri dvalartíma, skráningarskyldu og hækkun gjaldskrár…

    Finnbjörn A. Hermannsson

    3. okt 2025