Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Umfjöllun um skatta í aðdraganda kosninga  

Nýtt mánaðaryfirlit sviðs stefnumótunar og greininga  

Mánaðaryfirlit sviðs stefnumótunar og greininga á skrifstofu ASÍ er að þessu sinni helgað sköttum í ljósi umræðu sem fram hefur farið fyrir þingkosningarnar 25. september.

Í nýlegri skýrslu ASÍ, Skattar og ójöfnuður, er að finna ítarlega umfjöllun um skattlagningu fjármagns og fjármagnstekna með sérstakri áherslu á veikleika í skattkerfi þjóðarinnar. Í mánaðaryfirlitinu er sjónum beint að eignasköttum sem hafa verið fyrirferðarmiklir í hinni pólitísku umræðu síðustu vikurnar.

Í yfirlitinu er einnig fjallað um jöfnunaráhrif skattkerfisins og aðferðum við mælingu þeirra. Í flestum ef ekki öllum vestrænum ríkjum eru skattkerfi stigvaxandi. Það þýðir að skattbyrði hækkar með hækkandi tekjum. Eftir því sem skattkerfi eru meira stigvaxandi, þeim meiri eru jöfnunaráhrifin. Jöfnunaráhrif eru almennt mæld með því að bera saman tekjuójöfnuð fyrir og eftir skatt. Tekjulægri helmingur heimila voru árið 2020 með 18% af heildartekjum allra en 20% af ráðstöfunartekjum. Tekjuhærri helmingur heimila var með 82% heildartekna en 80% ráðstöfunartekna.

Þó hlutdeild hinna tekjumeiri í tekjuskatti geti mælt umfang jöfnunaráhrifa skattkerfisins getur það einnig verið vísbending um umfang ójafnaðar. Eftir því sem ójöfnuður er meiri, verður hlutdeild þeirra tekjuhæstu í skattgreiðslum meiri.

Að gefnu tilliti er vakin athygli á að eftir því sem ójöfnuður er meiri er hlutdeild þeirra tekjuhæstu í skattgreiðslum meiri.

Þá er í yfirlitinu athygli beint að skattbyrði og hvernig hún hefur þróast hin seinni ár. Segir þar m.a. að mikilvægt sé að á næstu árum verði komið í veg fyrir að skattbyrði lágtekjufólks hækki á ný.

Nýtt mánaðaryfirlit sviðs stefnumótunar og greininga má nálgast hér.

Author

Tengdar fréttir