Umsóknir um stuðning vegna hamfara í Grindavík

Höfundur

Ritstjórn

Alþingi hefur samþykkt lög til að tryggja afkomu fólks sem ekki getur sinnt störfum sínum vegna náttúruhamfara í Grindavík. Jafnframt er markmiðið að viðhalda ráðningarsambandi atvinnurekenda og starfsfólks. Lögin gilda frá 11. nóvember til og með 29. febrúar 2024.  

Vinnumálastofnun annast framkvæmd laganna. Á vef Vinnumálastofnunar hefur verið opnuð síða þar sem eftirfarandi geta sótt um tímabundinn stuðning: 

  • Atvinnurekendur á almennum vinnumarkaði sem greitt hafa starfsfólki laun sem geta ekki sinnt störfum sínum á starfsstöð í Grindavíkurbæ vegna náttúruhamfara. 
  • Starfsfólk sem getur ekki sinnt störfum sínum á starfsstöð í Grindavíkurbæ og launagreiðslur hafa verið felldar niður. 
  • Sjálfstætt starfandi einstaklingar sem geta ekki sinnt störfum sínum í Grindavíkurbæ. 
  • Opinberir starfsmenn og starfsmenn sveitarfélaga falla ekki undir þetta úrræði. 

Vakin er athygli á að í því tilfelli sem ráðningarsamband er enn til staðar þarf viðkomandi launamaður ekki að sækja um stuðning.  

Slóðin á síðu Vinnumálastofnunar er: https://vinnumalastofnun.is/umsokn-um-studning-vegna-natturuhamfara-i-grindavik 

 

 

 

 

Tengdar fréttir

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025