Uppsagnir sökum aldurs óheimilar

Höfundur

Ritstjórn

Óheimilt er að segja fólki upp sökum aldurs samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar jafnréttismála sem féll í máli manns sem sagt var upp hjá Isavia á þeim grundvelli að hann hefði náð 67 ára aldri.

Úrskurðurinn er sá fyrsti sinnar tegundar og má í vissum skilningi tala um grundvallarniðurstöðu í vinnuréttar- og jafnréttismálum. Viðbúið er að áhrif úrskurðarins muni verða verulega áþreifanleg á íslenskum vinnumarkaði um ókomna tíð.

Úrskurður kærunefndar jafnréttismála kemur til í máli Þorgríms Baldurssonar sem kærði starfslok sín hjá Isavia á þeim grundvelli að þau hefðu komið til eingöngu vegna aldurs. Kærunefnd mat málið svo að Isavia hefði einvörðungu horft til aldurs Þorgríms þegar ákvörðun var tekin um starfslok hans, sem er óheimilt samkvæmt lögum um jafna meðferð á vinnumarkaði.

Isavia gat ekki fært nein málefnaleg rök fram um að tildrög uppsagnarinnar væru önnur en að maðurinn hefði náð 67 ára aldri, sem felur í sér mismunun samkvæmt lögunum. Var félagið því dæmt brotlegt.

Lesa má úrskurðinn í heild sinni hér.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025