Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins valið besta nafnið

Höfundur

Ritstjórn

Niðurstaða liggur nú fyrir í nafnasamkeppni ASÍ og BSRB um nafn á nýrri rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum. Það var samdóma álit dómnefndar að tillaga Elínar Mörtu Ásgeirsdóttur, Varða – rannsóknastofnun vinnumarkaðarins, væri sú besta enda lýsandi fyrir leitina að þekkingu sem er einmitt tilgangur hinnar nýju stofnunar. Óskað var eftir nafni sem væri þjált og gæfi stofnuninni jákvæða ímynd og uppfyllir Varða vel þær óskir.

Elín Marta hlýtur 50.000 kr. peningaverðlaun fyrir vinningstillöguna.

Alls bárust á fjórða hundrað tillögur frá 115 einstaklingum og er þeim öllum þökkuð þátttakan.

Á myndinni eru Drífa Snædal forseti ASÍ og Garðar Hilmarsson varaformaður BSRB með handhafa vinningstillögunnar, Elínu Mörtu Ásgeirsdóttur, á milli sín.
———
Alþýðusamband Íslands og BRSB hafa stofnað rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum til að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Stofnuninni er ætlað að dýpka umræðuna um kaup og kjör og koma þannig með aukið fóður inn í baráttu launafólks fyrir bættri afkomu og betri lífsskilyrðum. Hún verður þverfagleg og sjálfstæð í sínum störfum.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025