Verð íbúða hækkar stöðugt – en vaxtabætur lækka

Höfundur

Ritstjórn

Í nýútkomnum Kjarafréttum Eflingar kemur fram að sífellt erfiðara er að eignast íbúðarhúsnæði á Íslandi.

Verð íbúða hækkar viðstöðulaust, langt umfram laun, og hefur nú náð fordæmalausum hæðum. Á sama tíma hefur megin stuðningskerfi ríkisins við íbúðakaup launafólks, vaxtabætur, nær algerlega fjarað út. Í staðinn hafa stjórnvöld sett hluta af því sem sparaðist í stofnfjárstyrki til bygginga leiguíbúða og í hlutdeildarlán. Það gagnast hins vegar einungis mjög litlum hluta þeirra sem áður áttu kost á umtalsverðum vaxtabótum. Á sama tíma hefur ekki verið byggt nægilega mikið. Staðan hefur því stórlega versnað.

Í dag er kaupmáttarleiðréttur húsnæðiskostnaður þeirra sem búa í eigin húsnæði hærri á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi. Það endurspeglar óvenju mikinn kostnað vegna fjármögnunar íbúðakaupa. Þörfin fyrir öflugt vaxtabótakerfi er því hvergi meiri en hér á landi.

Vaxtabætur í núverandi formi voru innleiddar árið 1988 af vinstri stjórn Framsóknarflokks, Alþýðubandalags og Alþýðuflokks. Hið sama á við um barnabætur í núverandi mynd. Þessi úrræði til að létta framfærslubyrði ungs fjölskyldufólks voru mun örlátari á tímabilinu 1988 til 1996 en nú er.

Vaxtabætur voru lengst af helsta stuðningsúrræði stjórnvalda við íbúðakaup fyrir almennt launafólk með lægri og milli tekjur. Undan því hefur verið stórlega grafið án þess að viðunandi úrræði hafi komið í staðinn.

Þetta er meðal þess sem má lesa í nýjum Kjarafréttum sem Efling var að senda frá sér.

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025