Verðbólga lækkar og mælist 2,0% í desember

Höfundur

Ritstjórn

Vísitala neysluverðs er 473,3 stig samanborið við 472,8 stig í nóvember og hækkar um 0,11% milli mánaða. Ársverðbólgan lækkar og mælist 2,0% samanborið við 2,7% í nóvember. Vísitala húsnæðis hækkar um 0,27% síðan í nóvember og mælist nú 404,0 stig samanborið við 402,9 stig í nóvember.

Mest áhrif til hækkunar á vísitölunni í desember hafa flugfargjöld til útlanda (áhrif á vísitölu 0,12%). Þá hækkar liðurinn húsgögn og heimilisbúnaður um 0,91% milli mánaða en þar vegur hækkun á stórum heimilistækjum upp á 2,62% þungt. Þá hækkar liðurinn föt og skór um 0,77% milli mánaða.

Mest áhrif til lækkunar á vísitölunni hefur kostnaður vegna búsetu í eigin húsnæði (reiknuð húsaleiga) sem lækkar um 0,5% (áhrif á vísitölu -0,08%). Mat- og drykkjarvörur lækka um 0,46% á milli mánaða en þar vegur 3,56% lækkun á lambakjöti, nýju eða frosnu, þungt.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025