Viðtöl forseta ASÍ við forystufólk stjórnmálaflokkanna

Höfundur

Ritstjórn

Í haust verður kosið til Alþingis en nýs þings bíður það risavaxna verkefni að byggja upp samfélagið eftir Covid kreppuna. Hvernig til tekst við þá uppbyggingu skiptir launafólk og alla Íslendinga miklu máli. Alþýðusamband Íslands birti í byrjun maí ákall til frambjóðenda til Alþingis um að byggja samfélagið upp með sjálfbærni, jöfnuð og jafnrétti að leiðarljósi. Því fylgir mikil ábyrgð að varða veginn frá faraldri til farsældar.

Einn liður í því að byggja samtalsbrú frá verkalýðshreyfingunni yfir til stjórnmálaflokkanna eru viðtöl sem Drífa Snædal, forseti ASÍ, hefur tekið við formenn stjórnmálaflokkanna á síðustu vikum. Fyrsta viðtalið var við Loga Einarsson formann Samfylkingarinnar, þar á eftir koma viðtöl við Gunnar Smára Egilsson frá Sósíalistaflokknum, Halldóru Mogensen þingflokksformaður Pírata, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur formann Viðreisnar, Ingu Sæland formann Flokks fólksins, Bjarna Benediktsson formann Sjálfstæðisflokksins, Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins, Katrínu Jakobsdóttur formann VG og síðasta viðtalið er við Sigurð Inga Jóhannsson formann Framsóknarflokksins (birt 7. júlí).

Hér má sjá öll viðtölin

Tengdar fréttir

  • Eftirlitsfulltrúar í námsferð til Helsinki

    Starfsdagar eftirlitsfulltrúa Alþýðusambands Íslands og stéttarfélaganna fóru fram í Helsinki…

    Kristjana Fenger

    7. nóv 2025

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Ritstjórn

    17. okt 2025