Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og 1. varaforseti ASÍ hefur sagt af sér varaforsetaembættinu. Ástæðan fyrir úrsögn Vilhjálms er að hans sögn djúpstæður ágreiningur milli hluta aðila í samninganefnd ASÍ um hvernig eigi að koma til móts við óskir atvinnurekenda um leiðir til að milda höggið af niðursveiflunni vegna Covid-19 faraldursins á atvinnulífið.
Samninganefnd ASÍ var samstíga í því að hafna ósk SA um að fresta launahækkunum sem tóku gildi 1. apríl. Hins vegar var Vilhjálmur Birgisson, og reyndar Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR einnig, ósáttur við að meirihluti samninganefndarinnar skildi hafna hugmyndum um að mótframlag atvinnurekenda í lífeyrissjóði starfsmanna yrði lækkað um 3,5 prósentustig tímabundið vegna yfirstandandi efnahagsvanda. Vegna þessa ágreinings sagði Vilhjálmur af sér forsetaembættinu og Ragnar Þór Ingólfsson og Harpa Sævarsdóttir varaformaður VR sögðu sig úr miðstjórn ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ, sagði eftir að þessi tíðindi lágu fyrir: