Vinnustaðaeftirlit virkar

Höfundur

Ritstjórn

Vinnustaðaeftirlit ASÍ ásamt lögreglu, Skattinum og Vinnueftirliti ríkisins stóðu í sumar að sameiginlegu eftirlitsátaki í ferðaþjónustu á Suður- og Suðvesturlandi. Stofnanir og stéttarfélög lögðu saman krafta sína í þeim tilgangi að tryggja að farið væri eftir lögum og reglum sem gilda um rekstur, farþegaflutninga og leiðsögn í ferðaþjónustu. 

Eftirlitsaðilar könnuðu meðal annars ökurita, rekstrarleyfi, skattgreiðslur, hvíldartíma, sem og kjör hópbifreiðastjóra og leiðsögumanna í greininni. 

Í eftirliti sem þessu er fræðsla og leiðbeining alltaf veigamikill þáttur og almennt tóku launafólk og verktakar eftirlitinu vel. Margir lýstu ánægju yfir að aðhald væri haft með greininni. 

Samstarf stofnananna og verkalýðshreyfingar var vel heppnað og sýndi að það er verulegur ávinningur af því að sinna sameiginlega eftirliti. Með því móti náðist betri yfirsýn og eftirlit varð skilvirkara.

Átakið í sumar var aðeins fyrsta skrefið. Stefnt er að því að endurtaka leikinn næsta vor og sumar, með það að markmiði að standa vörð um réttindi launafólks, auka öryggi á vegum úti og tryggja rétta og sanngjarna starfshætti í greininni.

Tengdar fréttir

  • Félagsdómur dæmir ferðaþjónustufyrirtæki fyrir brot á lögum um stéttarfélög

    Félagsdómur hefur dæmt ferðaþjónustufyrirtækið Hvalvörðugilslæk ehf. til greiðslu sektar fyrir…

    Ritstjórn

    6. maí 2025

  • Óásættanleg framkoma í garð trúnaðarmanna í ræstingum

    Í tilefni af sláandi viðtali við trúnaðarmann Eflingar stéttarfélags hjá…

    Ritstjórn

    21. feb 2025

  • Tökum til hendinni

    Starfsaðstæður ræstingafólks hafa verið til umræðu undanfarna daga í kjölfar…

    Kristín Heba Gísladóttir

    21. feb 2025