Yfirlýsing ASÍ vegna ummæla Quang Le í viðtali á mbl.is

Höfundur

Ritstjórn

Á fréttavefnum mbl.is eru í dag, 18. september 2024, birt miður vönduð og ósönn ummæli kaupsýslumannsins Quang Le um starfshætti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) og vinnustaðaeftirlitsfulltrúa. Einnig er vegið að einstökum starfsmönnum með rógburði. 

Ummæli þessi eru að öllu leyti tilhæfulaus og  ósönn.  

ASÍ ber fullt traust til vinnustaðaeftirlitsfulltrúa sinna og er stolt af þeim árangri sem náðst hefur undanfarin misseri í baráttunni gegn mansali og misneytingu á íslenskum vinnumarkaði.

Handtaka Quang Le og aðgerðir gegn honum og öðrum sem tengjast málinu eru á ábyrgð lögreglu og í þar til gerðum farvegi. 

Finnbjörn A. Hermannsson 

forseti ASÍ

Halldór Oddsson 

sviðsstjóri lögfræði- og vinnumarkaðssviðs ASÍ

Tengdar fréttir

  • ASÍ varar við skerðingu á eftirlitsgetu verkalýðshreyfingarinnar

    Alþýðusamband Íslands hefur skilað umsögn um drög að frumvarpi dómsmálaráðherra…

    Ritstjórn

    10. nóv 2025

  • Atvinnuleysi á Íslandi – niðurstöður vinnumarkaðsskýrslu  

    Í nýrri skýrslu ASÍ, Íslenskur vinnumarkaður 2025, er fjallað ítarlega…

    Steinunn Bragadóttir

    3. nóv 2025

  • ASÍ telur líkur á auknu atvinnuleysi

    Vinnumarkaður sýnir merki um kólnun og líkur eru á auknu…

    Ritstjórn

    31. okt 2025