Breytingar á fjármálstefnu stjórnvalda ekki kynntar né ræddar

Höfundur

Ritstjórn

Vegna innbyggðra veikleika í fjármálastefnu stjórnvalda er þeim nú nauðugur einn kosturinn að endurskoða stefnuna og leggja fram breytingar á fjármálaáætlun til næstu fimm ára. Tillaga til þingsályktunar að endurskoðaðri fjármálastefnu gerir ráð fyrir að ráðist verði í mótvægisaðgerðir sem verði á bilinu 7-25 milljarðar árlega til að bæta afkomuna og varna því að halli myndist á ríkissjóði. Þetta kemur til viðbótar þeim aðhaldsaðgerðum sem þegar voru áformaðar í framlagðri fjármálaáætlun.

Breytingar á fjármálastefnu hafa nú verið til umfjöllunar í fjárlaganefnd Alþingis frá því byrjun júní en hafa enn ekki verið kynntar opinberlega. Fréttir hafa þó borist af því að til standi að skerða fjárframlög m.a. til viðkvæmra málaflokka á borð við örorkulífeyri, sjúkrahúsþjónustu, lyfja og þróunarsamvinnu. Stjórnvöld hafa, þrátt fyrir að telja forsendubrest fjármálastefnunnar slíkan að tilefni sé til endurskoðunar, ekki talið nauðsynlegt að kynna eða ræða fyrirhugaðar breytingar við fulltrúa notenda og almenning.

Verkalýðshreyfingin hefur nýlokið gerð kjarasamninga í trausti þess að stjórnvöld standi við gefin fyrirheit í skatta- og velferðarmálum. Veikleikar á fjármálastefnu stjórnvalda hafa legið ljósir fyrir frá upphafi kjörtímabilsins. Þau geta því aldrei réttlætt að kvikað verði frá nýgefnum loforðum eða grundvallarstoðir velferðarkerfisins og framfærsluöryggi öryrkja nýtt til að jafna sveiflur í ríkisrekstrinum.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024