Forseti ASÍ á 1. maí

Höfundur

Ritstjórn

1. maí 2024 

Kæru félagar og landsmenn allir. 

Yfirskrift þessa hátíðardags okkar er að þessu sinni „Sterk hreyfing – sterkt samfélag”.  

Hún vísar til þess að verkalýðshreyfingin hefur öðrum fremur mótað Ísland sem velferðarsamfélag. 

Barátta launafólks er nú sem áður byggð á grunni hugsjóna um réttlátt samfélag, samhygð og bætt kjör. 

Verkalýðshreyfingin er sterkasta afl framfara og breytinga í landinu. 

Nú er sótt að réttindum okkar og kjörum. Fjármagnsöflin ásælast auðlindir þjóðarinnar og hyggjast sem fyrr beita einkavæðingu til að komast yfir þær. Þetta á við um raforkuna, landið, vindinn og vatnið. 

Já, það á að hlunnfara þjóðina eina ferðina enn. 

Jafnframt hyggjast stjórnvöld hefja einkavæðingu ellinnar með grundvallarbreytingu á rekstri hjúkrunarheimila. 

Ágætu félagar  

Þetta eru stórhættuleg áform og bein ógn við velferðarríkið. 

Ég hvet ykkur öll að styðja verkalýðshreyfinguna í varðstöðu um hagsmuni og velferð almennings í landinu. Ég hvet ykkur til að taka beinan þátt í henni til dæmis með virkri þátttöku í stéttarfélögunum sem þið eigið og þið ráðið.  

Kæru vinir – aflið býr í ykkur!   

Til hamingju með daginn! 

Tengdar fréttir

  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • 23 mínútur gengin í þrjú – á Kvennaári

    Í tilefni Kvennaárs 2025 hefur Listasafn ASÍ fengið sérstakt leyfi…

    Ritstjórn

    8. apr 2025

  • Streymi frá baráttufundi 1. maí í Reykjavík

    Ritstjórn

    1. maí 2024