Alþýðusambandið í Hringferð um landið

Höfundur

Hrafn Jónsson



Þessa dagana stendur yfir Hringferð um landið allt á vegum ASÍ, þar sem forseti og starfsfólk skrifstofu hittir fyrir félögin á fundum. Markmiðið með fundaröðinni er að fara yfir þau málefni sem miðstjórn ASÍ hefur lagt til að fái sérstaka umfjöllun í aðdraganda þings sambandsins í haust, og sækja hugmyndir og afstöðu aðildarfélaganna sem verður síðan hryggjarsúlan í málefnavinnu fyrir þing ASÍ í haust.

Málefnaflokkarnir sem ræddir verða á fundunum eru þessir:

  • Auðlindir í þágu þjóðar – varðstaða um sameignir þjóðarinnar
  • Þjónusta í þágu almennings – krafa um bætt aðgengi – horfið frá einkavæðingu
  • Samkeppni í þágu samfélags – sporna gegn fákeppni og einokun

Hringferðin hófst mánudaginn 6. maí með vel lukkuðum umræðufundi í Vestmannaeyjum og í kjölfarið fylgdu fundir á Selfossi og á Akureyri.

Hringferðin heldur svo áfram út mánuðinn í öllum landsfjórðungum.

Meðfylgjandi eru myndir frá fundinum sem fór fram á Akureyri á dögunum, en húsfylli var í Alþýðuhúsinu þar sem frjóar og upplýsandi umræður mynduðust um málefni og samfélagið allt.

Tengdar fréttir

  • ASÍ spáir verðbólgu yfir markmiði út árið 2027

    Verðbólga mun reynast þrálát og vera yfir markmiði Seðlabankans út…

    Ritstjórn

    31. okt 2025

  • Hagspá ASÍ 2025 komin út

    Hagspá Alþýðusambands Íslands 2025 hefur nú verið birt. Spáin nær…

    Arnaldur Grétarsson

    30. okt 2025

  • Íslenskur vinnumarkaður 2025

    Íslenskur vinnumarkaður 2025 - skýrsla Alþýðusambands Íslands um vinnumarkaðsmál er…

    Ritstjórn

    21. okt 2025