Ályktun miðstjórnar ASÍ um kjaraviðræður Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair

Höfundur

Ritstjórn

Miðstjórn Alþýðusambands Íslands áréttar stuðning sinn við Flugfreyjufélag Íslands sem nú stendur í erfiðri kjaradeilu við Icelandair. Yfirlýsingar stjórnenda Icelandair hafa verið til þess fallnar að grafa undan trausti milli samningsaðila. Icelandair hefur ekki staðfest svo óyggjandi sé að fyrirtækið hyggist ekki ganga framhjá FFÍ líkt og fréttaflutningur í dag hefur gefið til kynna.

Miðstjórn ASÍ minnir á að lífeyrissjóðir vinna eftir fjárfestingarstefnu sem gengur út á að virða kjarasamninga. Lífeyrissjóðum er því ekki stætt á að fjárfesta í fyrirtækjum sem ganga gegn leikreglum á íslenskum vinnumarkaði, stunda félagsleg undirboð eða fara gegn samningsfrelsi launafólks. Miðstjórn áréttar kröfu ASÍ um að stjórnvöld gefi út skýr skilaboð þess efnis að opinber stuðningur sem veittur er vegna Covid-kreppunnar gangi ekki til fyrirtækja sem grafa undan stjórnarskrárbundnum réttindum launafólks og starfi stéttarfélaga.

Tengdar fréttir

  • Ný rannsókn sýnir mikla óánægju meðal foreldra með svokallað Kópavogsmódel

    Varða – rannsóknarstofnun vinnumarkaðarins kynnti í dag niðurstöður nýrrar viðtalsrannsóknar…

    Ritstjórn

    2. okt 2025

  • Samband íslenskra samvinnufélaga blæs til málþings

    Þann 3. september næstkomandi kl. 16 verður málþing í Kaldalóni…

    Ritstjórn

    2. sep 2025

  • Alþýðusamband Íslands og Lúðrasveit verkalýðsins hafa endurnýjað samstarf sitt

    Samstarf þessara tveggja aðila á sér djúpar rætur í íslenskri…

    Ritstjórn

    3. jún 2025