Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Ályktun VFLG – Lífskjarasamningurinn tekinn úr sambandi í Grindavík

Í gær þriðjudaginn 26. nóvember, tók bæjarstjórn Grindavíkur lífskjarasamninginn úr sambandi í Grindavík. Eins og flestir muna þá var samið á almennum markaði í apríl s.l um að allir ættu að fá sömu launahækkanir til þess að hækka þá launalægstu hluttfallslega mest í launum. Bæjarstjórn Grindavíkur reif sig út úr þessu samkomulagi í gær með því að hækka sín eigin laun um 18-30%. Þetta gerir bæjarstjórn Grindavíkur á sama tíma og félagsmenn Verkalýðsfélags Grindavíkur sem starfa hjá sveitarfélaginu hafa verið samningslausir í rétt tæplega 250 daga.

Félagsmenn Verkalýðsfélags Grindavíkur sem starfa hjá Grindavíkurbæ er það fólk sem heldur grunnþjónustu sveitarfélagsins gangandi en er jafnframt það lægst launaðasta. Stjórn Verkalýðsfélag Grindavíkur krefst þess að bæjarstjórn Grindavíkur kalli til baka samningsumboð bæjarins frá sambandi sveitarfélaga og semji við félagið á sömu nótum og kjörnir fulltrúar skömmtuðu sér á fundi bæjarstjórnar í gær.

Stjórn félagsins samþykkti að senda bæjarstjórn Grindavíkur bréf í dag þar sem krafist verður að Grindavíkurbær komi að samningsborðinu og hækki laun félagsmanna VLFGRV um 18-30%. Ef kjörnir fulltrúar Grindavíkurbæjar verða ekki við þessu verður fundað með félagsmönnum félagsins og næstu skref ákveðin. Það er deginum ljósara að félagsmenn VLFGRV geta ekki sætt sig við það að kjörnir fulltrúar skammti sér margfaldar launahækkanir í samanburði við þær launahækkanir sem þeim bíðst.

Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur

Tengdar fréttir