ASÍ fagnar 105 ára afmæli í dag

Höfundur

Ritstjórn

Hljómsveitin Retro Stefson gengur af sviði eftir lokaatriðið á 100 ára afmælishátíð ASÍ í Hörpu 12. mars 2016. Þar tók hljómsveitin m.a. nokkur lög með Lúðrasveit verkalýðsins við gríðarlegan fögnuð áhorfenda.

Verkalýðshreyfingin er ein öflugasta félagshreyfing þjóðarinnar. Flestir vita af hreyfingunni, margir njóta þjónustu hennar, sýna skilning á hlutverki hennar en þeir eru líklega fleiri sem gera sér ekki grein fyrir hversu stórt hlutverk hennar er í sögu þjóðarinnar síðustu 100 árin. Þess vegna er mikilvægt að rifja upp söguna og vekja athygli á framlagi verkalýðshreyfingarinnar til mótunar íslensks samfélags. Í dag, 12. mars 2021, eru 105 ár liðin frá því að 20 einstaklingar frá sjö verkalýðsfélögum bundust samtökum til að efla samtakamátt sinn í baráttunni fyrir bættum kjörum og Alþýðusambandið varð til.

Á fyrstu árum hreyfingarinnar snérust baráttumálin um að verkafólk fengi greitt fyrir vinnu í peningum, um hvíldartíma og mannsæmandi mannabústaði. Alla tíð síðan hafa réttindamál af ýmsum toga einkennt starf verkalýðshreyfingarinnar og er nú svo komið að réttindi og aðbúnaður íslensks launafólks er með því allra besta sem þekkist í heiminum. Má þar nefna veikinda- og orlofsrétt, sjúkrasjóði og lífeyrisréttindi. Það má þó ekki sofna á verðinum því stöðugt þurfa stéttarfélögin að verja það sem hefur áunnist auk þess að sækja fram til frekari sigra.

Tengdar fréttir

  • ASÍ styrkir Samhjálp um páska

    ASÍ styrkir Samhjálp um 400 þúsund krónur nú í aðdraganda…

    Arnaldur Grétarsson

    15. apr 2025

    Kaffistofa Samhjálpar og merki Samhjálpar
  • Opið fyrir umsóknir í Minningarsjóð Eðvarðs Sigurðssonar 2025

    Minningarsjóður Eðvarðs Sigurðssonar auglýsir eftir umsóknum. Sjóðurinn veitir styrki til…

    Arnaldur Grétarsson

    8. apr 2025

    Eðvarð Sigurðsson
  • Engar tryggingar í frumvarpi um verð á raforku til almennings

    Stjórnvöld taki ekki tillit til sérstöðu raforkumála á Íslandi Alþýðusamband…

    Ritstjórn

    26. mar 2025