Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Finnbjörn sjálfkjörinn forseti ASÍ

Finnbjörn A. Hermannsson var í dag endurkjörinn forseti Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á 46. þingi þess sem nú er haldið í Reykjavík. Finnbjörn var einn í kjöri og  gegnir embætti forseta næstu tvö ár.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, var sjálfkjörinn 1. varaforseti.

Hjördís Þóra Sigurþórsdóttir, formaður AFLs Starfsgreinafélags, var sjálfkjörin 2. varaforseti.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, var sjálfkjörin 3. varaforseti.

Ný miðstjórn kjörin

Í miðstjórn voru kjörnir 11 aðalmenn og varamenn þeirra. Tólf framboð aðalmanna bárust en Halla Gunnarsdóttir, varaformaður VR, dró framboð sitt til baka og kom því ekki til kosningar. Kjörnir aðalmenn í miðstjórn eru eftirfarandi:

Berglind Kristófersdóttir – Bein aðild (FFÍ)
Eiður Stefánsson – LÍV (FVSA)
Valmundur Valmundsson – SSÍ (Sjómannafélagið Jötunn)
Kristján Þórður Snæbjarnarson – RSÍ (FRV)
Gabríel Benjamin – LÍV (VR)
Jónas Yngvi Ásgrímsson – LÍV (VR)
Óskar Hafnfjörð Gunnarsson – Bein aðild (MATVÍS)
Hilmar Harðarson – Samiðn (FIT)
Vilhjálmur Birgisson – Verkalýðsfélag Akraness (SGS)
Guðbjörg Kristmundsdóttir – SGS (VSFK)
Kolbrún Júlía Erlendsdóttir – LÍV (VR)

Miðstjórn er kjörin til tveggja ára.

Þingi ASÍ lýkur síðdegis í dag, föstudag.

Tengdar fréttir