Nýafstaðið þing ILO – Mikilvægi opinberra kerfa ítrekað

Höfundur

Ritstjórn

Nýlokið er 109 þingi Alþjóðavinnumálastofnunarinnar – ILO. Þingið var að þessu sinni að mestu haldið rafrænt en þó þannig að formenn samninganefnda voru til staðar í Genf. Magnús M. Norðdahl, lögfræðingur ASÍ, var fulltrúi íslenskrar verkalýðshreyfingar á þinginu og hafði jafnframt verið kjörinn til þess að leiða samninganefnd launafólks í nefnd þingsins um Velferð og félagslega vernd. Niðurstöður nefndarinnar ítreka mikilvægi opinberrar velferðarþjónustu á sviði heilbrigðis og félagsmála, gefa ILO umboð til þess að efna til og taka þátt í samstarfi við aðrar alþjóðlegar stofnanir á þeim grundvelli og heimila ILO að taka þátt í samstarfi um stofnun sérstaks alþjóðlegs Velferðarsjóðs sem fái það hlutverk að byggja upp lágmarks velferðarkerfi í þróunarlöndununum. Viðtal við Magnús má finna á heimasíðu ILO og auk þess ávarp hans þegar mælt var fyrir niðurstöðum nefndarinnar.

Hin samninganefnd þingsins fjallaði um áhrif Covid-19 faraldursins og endurreisn í kjölfar hans. Að venju fjallaði þingið einnig um framkvæmd samþykkta.

Á þinginu var kjörin ný stjórn ILO til þriggja ára. 2019 varð Magnús fyrstu Íslendinga til þess að taka sæti í stjórninni eftir afsögn eins fulltrúa launafólks en hann var nú kjörinn sem aðalmaður. Magnús var jafnframt endurkjörinn sem einn þriggja fulltrúa launafólks í Félagafrelsisnefnd ILO og endurkjörinn til þess að taka sæti í nefnd stjórnarinnar um endurskoðun og endurmat á gildandi samþykktum. Á þinginu var Ísland jafnframt kjörið á varamannalista ríkisstjórnanna til eins árs en það er í fyrsta sinn sem stjórnvöld hér taka þá stöðu.

Á fyrsta fundi nýkjörinnar stjórnar ILO var Anna Jardfelt Melvin, sendiherra Svíþjóðar kjörinn formaður stjórnar og þær Renate Hornung-Draus (Atvinnurekendur) og Catelene Passchier (Launafólk) kjörnar varaformenn. Í fyrsta sinn í sögu ILO skipa konur þessar stöður á sama tíma.

Á þeim fundi var jafnframt fjallað um þau alvarlegu mannréttindabrot sem verið er að fremja af herforingjastjórninni í Myanmar.

Tengdar fréttir

  • Rótgróinn ójöfnuður hamlar félagslegu réttlæti

    13. 01.26 Þrátt fyrir miklar framfarir í menntun, verulegan árangur…

    Ritstjórn

    13. jan 2026

  • ASÍ styrkir Samhjálp um jólin 2025

    Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ, afhenti Samhjálp styrk upp á…

    Ritstjórn

    12. des 2025

  • Útgáfufundur Kjaratölfræðinefndar 27. nóv

    Nýjasta skýrsla Kjaratölfræðinefndar verður kynnt í húsakynnum ríkissáttasemjara fimmtudaginn 27. nóvember…

    Ritstjórn

    27. nóv 2025