Rangfærslur í fréttaflutningi af verðkönnun

Höfundur

Ritstjórn

Vegna fjölmiðlaumfjöllunar í tengslum við verðkönnun sem ASÍ sendi frá sér miðvikudaginn 5. júní sl. er rétt að taka fram. Það er rangt sem bæði Vísir og Fréttablaðið fullyrða að Krónan sé með lægsta verðið í þessari könnun. Í fréttatilkynningu ASÍ kemur hvergi fram að Krónan sé oftast með lægsta verðið. Þvert á móti stendur skýrum stöfum í upphafi fréttarinnar, „Hæsta verðið var oftast í 10-11 en það lægsta oftast í Bónus.“

Það sem kann að hafa valdið misskilningi er að í fréttatilkynningunni var birt tafla með nokkrum verðdæmum (lítil vörukarfa með 15 vörum völdum af handahófi) þar sem Krónan var örlítið lægri en Bónus. Í verðkönnunin allri voru hins vegar bornar saman 106 vörutegundir og þar var Bónus oftast með lægsta verðið eins og áður segir.

ASÍ getur ekki borið ábyrgð á því ef fjölmiðlar, í þessui tilviki Vísir og Fréttablaðið, fara rangt með. Verðlagseftirlitið hvetur fjölmiðla til að lesa fréttatilkynningar þess vandlega og draga svo ályktanir. Verðlagseftirlit ASÍ stendur við fréttina sem send var fjölmiðlum 5. júní.

Fréttatilkynning ASÍ vegna verðkönnunar frá 5. júní

Tengdar fréttir

  • Verðlag í Bónus hækkar um 1,8% frá desember 

    Verðlag á dagvöru hækkaði um 0,7% í febrúar frá fyrri…

    Benjamin Julian

    12. mar 2025

  • Dagvöruverð lækkar vegna heilsudaga 

    Dagvöruvísitala verðlagseftirlitsins lækkar milli mánaða og mælist nú -0,1% í…

    Ritstjórn

    6. feb 2025

  • Verðbólga lækkaði í janúar

    Hagstofan birti i gær vísitölu neysluverðs fyrir janúar og lækkaði…

    Ritstjórn

    31. jan 2025