Samkeppni um nafn á nýja rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum

Höfundur

Ritstjórn

Alþýðusamband Íslands og BRSB hafa stofnað rannsóknarstofnun í vinnumarkaðsfræðum til að efla rannsóknir á sviði vinnumarkaðar, félags- og efnahagsmála. Stofnuninni er ætlað að dýpka umræðuna um kaup og kjör og koma þannig með aukið fóður inn í baráttu launafólks fyrir bættri afkomu og betri lífsskilyrðum. Hún verður þverfagleg og sjálfstæð í sínum störfum.

ASÍ og BSRB óska eftir tillögum um nafn á stofnunina. Nafnið þarf að vera þjált í notkun og gefa stofnuninni jákvæða ímynd.
Tillögum um nafn þarf að skila inn fyrir 16. desember 2019 á netfangið asi@asi.is merkt „Nafnasamkeppni 2019“. Nafn, símanúmer og netfang höfundar þarf að fylgja með. Frjálst er að senda inn fleiri en eina tillögu.

Verðlaun að upphæð kr. 50.000 verða veitt fyrir bestu tillöguna. Ef fleiri en einn leggja til vinningsnafnið verður vinningshafinn dreginn út.

Tengdar fréttir

  • Vel heppnað þing ASÍ-UNG

    ASÍ-UNG hélt sitt 11. þing föstudaginn 17. október og var…

    Ritstjórn

    20. okt 2025

  • Skýrsla forseta ASÍ 2025 komin út

    Skýrsla forseta fyrir árið 2025 er að venju efnismikil og…

    Arnaldur Grétarsson

    17. okt 2025

  • ASÍ gagnrýnir niðurskurð og óttast aukna verðbólgu

    Alþýðusamband Íslands gerir athugasemdir við áform ríkisstjórnarinnar um niðurskurð eins…

    Ritstjórn

    17. okt 2025