UBER bílstjórar í Genf skilgreindir sem launamenn

Höfundur

Ritstjórn

Um miðjan júní komst Hæstiréttur Sviss að þeirri niðurstöðu að Uber bílstjórar í Genf væru í reynd launamenn í þjónustu Uber en ekki sjálfstæðir verktakar eins og Uber hélt fram en áður hafði starfsemi Uber í Genf verið bönnuð.

22. júní tókst samkomulag sem felur í sér að Uber í Genf viðurkennir bílstjóra sína sem launamenn en það þýðir að þeim verða tryggð lögbundin lágmarkslaun, 3.323 ISK á tímann, auk iðgjalda til sjúkratrygginga o.fl. Þessi dómur er í takti við þá þróun sem er að eiga sér stað um alla Evrópu þar sem dómstólar hafna viðskiptamódeli Uber sem byggir á því að bílstjórar séu sjálfstæðir verktakar án allra réttinda.

Ítrekað hafa lagafrumvörp samgönguráðherra sem í reynd heimila starfsemi farveitna eins og Uber án nokkurrar ábyrgðar gagnvart starfsmönnum dagað uppi. Ráðherrann hefur þó ekki gefist upp og hyggst þó endurflytja mál sitt eina ferðina enn í haust í andstöðu við samtök launafólks og leigubifreiðastjóra.

Lesa má umsögn ASÍ um frumvarpið hér.

Tengdar fréttir

  • NÁMSKEIÐIÐ UNGIR LEIÐTOGAR HALDIÐ Í ÞRIÐJA SINN

    Ungir leiðtogar er námskeið ætlað ungu fólki innan verkalýðshreyfingarinnar. Áhersla…

    Ritstjórn

    20. jan 2025

    Ungir leiðtogar
  • Kvennaráðstefna ASÍ 2024 

    Ryðjum hindrunum úr vegi – kvenfrelsi og stéttabarátta. Kvennaráðstefna ASÍ…

    Ritstjórn

    14. nóv 2024

  • Ekki er allt gull sem glóir

    Göran Dahlgren og Lisa Pelling skrifa: Það var okkur ánægja…

    Ritstjórn

    14. okt 2024