Verkfallsaðgerðum í Straumsvík frestað

Höfundur

Ritstjórn

Verkfallsaðgerðum starfsmanna í álveri Rio Tinto í Straumsvík sem hefjast áttu á 23. október hefur verið frestað. Samninganefnd þeirra fimm stéttarfélaga hjá Rio Tinto sem höfðu samþykkt verkfallsboðun, fundaði með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram á nótt og í þeim viðræðum náðist sátt sem hægt er að byggja áframhaldandi viðræður á.

Í þessum fimm stéttarfélögum eru um 400 starfsmenn og hafa samningar þeirra verið lausir síðan í byrjun júlí. Upphaflega átti skæruverkfall að hefjast í síðustu viku til að knýja á um samninga, en þeim var frestað um viku eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins.

Tengdar fréttir

  • Aðgerðir tengdar kjarasamningum taka gildi

    Við gerð kjarasamninga gerði verkalýðshreyfingin kröfur á stjórnvöld um aðgerðir…

    Ritstjórn

    5. jún 2024

  • Mikill stuðningur við kjarasamning SGS og SA

    Kjarasamningur Starfsgreinasambands Íslands (SGS) og Samtaka atvinnulífsins (SA) hefur verið…

    Ritstjórn

    19. des 2022

  • Vörukarfa ASÍ hækkaði í 6 af 8 verslunum á 6

    Á 6 mánaða tímabili, frá lokum mars 2021 fram í…

    Ritstjórn

    15. okt 2021