Search
Close this search box.
Search
Close this search box.

Verkfallsaðgerðum í Straumsvík frestað

Verkfallsaðgerðum starfsmanna í álveri Rio Tinto í Straumsvík sem hefjast áttu á 23. október hefur verið frestað. Samninganefnd þeirra fimm stéttarfélaga hjá Rio Tinto sem höfðu samþykkt verkfallsboðun, fundaði með samninganefnd Samtaka atvinnulífsins fram á nótt og í þeim viðræðum náðist sátt sem hægt er að byggja áframhaldandi viðræður á.

Í þessum fimm stéttarfélögum eru um 400 starfsmenn og hafa samningar þeirra verið lausir síðan í byrjun júlí. Upphaflega átti skæruverkfall að hefjast í síðustu viku til að knýja á um samninga, en þeim var frestað um viku eftir að samkomulag náðist við stjórnendur álversins.

Author

Tengdar fréttir